Katamót karatedeildar ÍR og Fjörkálfamót

Katamót  karatedeildar ÍR var haldið laugardaginn 9. desember í ÍR heimilinu Skógarseli 12. Um 42 hressir krakkar á aldrinum 6-13 ára frá karatedeild ÍR og karatedeild Víkings tóku þátt. Mótið var æfingamót fyrir beltapróf sem iðkendur félaganna taka fyrir jól. Góð stemning var meðal iðkenda. Mótinu var tvískipt milli aldurshópa, en í bæði skiptin byrjaði dagsskráin á upphitun og karatesýningu. Að lokinni verðlaunaafhendingu var haldið pizzupartý.

Úrslit frá katamóti karatedeildar ÍR laugardaginn 9

Karateíþróttinni er skipt í tvær keppnisgreinar, kata og kumite. Íslandsmeistaramót fyrir iðkendur frá 6 ára aldri eru í kata, en eftir 12 ára aldur einnig í kumite, en það er bardagahluti íþróttarinnar. Þangað til eru einungis haldin æfingamót í kumite innan félaganna fyrir aldurshópinn 6-12 ára.

Fjörkálfamót í kumite á vegum karatefélaganna Fylkis og Þórshamars var haldið 11. nóvember í Fylkisselinu í Norðlingaholti. Um 120 krakkar á aldrinum 8-11 ára tóku þátt. Keppendum var skipt í hópa eftir aldri og þyngd. Keppendur frá ÍR voru 15 talsins og náðu góðum árangri.

Hér eru nöfn keppenda frá karatedeild ÍR sem komust á verðlaunapall:

Stelpur f.: 2008: Dunja Dagný 1.sæti.  og Mía Djuric 2. sæti

Strákar f.: 2008: Daran C. Uzo 1. sæti.

Strákar f.: 2009: Adam Ómar Ómarsson  1. sæti. og

Þorleifur Gunnar Wernesson 3. sæti.

Strákar f.: 2009: Rúbín Leó Ingólfsson 2. sæti.

Strákar f.: 2008: Youssef El Altrouss 2. sæti.

Strákar f.: 2008: Jakob Kobiela 2. sæti.

Strákar f.: 2006: Jónas Bergmann Diego Blöndal 2. sæti

 

 

X