ÍR-ingar á verðlaunapalli á Íslandsmeistaramóti

Íslandsmeistaramót fullorðinna í Kumite var haldið 19. nóvember 2016 í Fylkissetrinu í Norðlingaholti. Þangað mætti fjöldi keppenda frá sex félögum, þar á meðal tveir keppendur frá karatedeild ÍR. Þeir kepptu báðir í kumite karla, -67 kg. Þar lenti Aron Anh Ky Huynh í 2. sæti og Mattías Montazeri í 3. sæti. Íslandsmeistari í þessum flokki varð Máni Karl Guðmundsson, Fylki.

Þess má geta að Aron og Mattías keppa bæði í unglinga- og fullorðinsflokki í karate. Þeir eru verðlaunahafar frá síðasta Íslandsmeistaramóti unglinga sem haldið var 22. október s.l. þar sem Aron Anh Ky Huynh varð Íslandsmeistari og Mattías Montazeri varð í 2. sæti.

Á myndinni eru verðlaunahafar í kumite karla, -67 kg. á Íslandsmeistaramóti fullorðinna 2016.

 

X