Sannkölluð karateveisla á uppskeruhátíð sem fram fór laugardaginn 23. apríl 2016. í Dalhúsum Grafarvogi undir stjórn karatedeildar Fjölnis. Þangað mætti helsta karatefólk landsins á þriðja og síðasta bikarmóti vetrarins. Bikarmeistari verður sá einstaklingur sem er stigahæstur í samanlögðum báðum keppnisgreinum, kata og kumite eftir þrjú mót.
Aron An Ky Huynh frá karatedeild ÍR stóð uppi sem sigurvegari með 35. stig og er því bikarmeistari karla í karate 2016. Hann var að taka þátt í bikarmótaröðinni í fyrsta sinn, en hann keppir einnig í unglingaflokkum. Aron er í Íslenska landsliðinu og keppti fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu sem fram fór í Álaborg í Danmörku laugardaginn 8. apríl síðastliðinn.
Seinna um daginn fór fram þriðja og síðasta mótið í Bushido-mótaröðinni, en það er mótaröð fyrir unglinga 12-17 ára sem skiptist í aldursflokka þegar mótaröðinn hefst að hausti, keppt er í báðum keppnisgreinum, kata og kumite. Þrír unglingar frá karatedeild ÍR urðu Bushidomeistarar veturinn 2015-2016. í sínum aldursflokki, Kamila Buracewska í kata 13 ára, Mary Jane Rafael í kata 15 ára og Aron Anh Ky Huynh í kata 16-17 ára.
Þess má geta að Mary Jane er margfaldur Bushidomeistari, hún varð Bushidomeistari í kata veturinn 2012-2013, síðan bæði í kata og kumite veturinn 2013-2014, í kata veturinn 2014-2015 og nú í kata veturinn 2015-2016. Kamila er Íslandsmeistari 2016 og lendi í þriðja sæti bæði í kata og kumite á Reykjavík International Games 2016. Aron er Íslandsmeistari 2016 og lenti í fyrsta sæti á Reykjavík International Games 2016.