Fjórðu smáþjóðleikarnir í karate voru haldnir í Andorra helgina 29. september til 1. október 2017. Keppt var bæði í kata og kumite í unglinga- og fullorðinsflokkum. Þar mættu til leiks 411 keppendur frá 8 löndum, Andorra, Kýpur, Mónakó, Lúxemborg, San Marinó, Liechtenstein, Möltu og Íslandi. Keppendur íslenska landsliðisins náðu frábærum árangri og unnu til fjölda verðlauna.
Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar eignast smáþjóðameistara í karate, en það eru þau Aron Anh Ky Huynh smáþjóðameistari í kata 16-17 ára unglinga frá karatedeild ÍR og Íveta Ívanova smáþjóðameistari í kumite 16-17 ára frá karatedeild Fylkis. Aron keppti einnig í fullorðinsflokki í kata á mótinu. Ólafur Engilbert Árnasson karatedeild Fylkis lenti í úrslitum í kumite fullorðinna í sínum þyngdarflokki.
Íslenska landsliðið í karate á smáþjóðleikunum í Andorra voru: Aron Bjarkasson, Aron Anh Huynh, Arna Katrín Kristjánsdóttir, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Elías Snorrason, Íveta Ívanova, Laufey Lind Sigþórsdóttir, María Helga Guðmundsdóttir, Máni Karl Guðmundsson, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Ólafur Engilbert Árnasson og Óttar Ingvarsson.
frétt frá karatesambandi íslands
OFFICIALS RESULTS – ANDORRA 2017