Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata var haldið í Íþróttahúsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands laugardaginn 4. mars 2017. Þar landaði Aron An Ky Huynh frá karatedeild ÍR sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli fullorðinna í kata. Svana Katla Þorsteinsdóttir frá Breiðabliki varð Íslandsmeistari kvenna í kata. Þetta er í þriðja sinn sem hún vinnur titilinn.
Þess má geta að Aron var einn af fjórum landsliðsmönnum sem keppti þann 25. febrúar síðastliðinn á Swedish Kata Throphy í Stokkhólmi. Þar komst Aron i úrslit og vann til silfurverðlauna. Mótið er eitt stæðsta katamót sem haldið er í norður Evrópu og var þáttakan liður í undirbúning landsliðsins fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður í Eistlandi 8. apríl næstkomandi.
Á Íslandsmeistaramótinu í kata 2017 voru um þrjátíu keppendur skráðir til leiks og átta hópkatalið.
Íslandsmeistari kvenna var Svana Katla Þorsteinsdóttir Breiðablik
Íslandsmeistari karla Aron An Ky Huynh Karatedeild ÍR
Íslandsmeistarar í hópkata kvenna og karla Þórshamar.
Úrlsit frá Svenska kata pokalen
Mynd: Helgi Jóhannesson.