ÍR eignaðist fyrst íþróttafélaga í landinu eigið íþróttahús, árið 1929. Fyrsti frumkvöðull að stofnun húsbyggingarsjóðs var sendiherra Íslands í Danmörku, Sveinn Björnsson [síðar fyrsti forseti lýðveldisins], sem var ÍRingur af lífi og sál. Formaður félagsins og stjórnarmaður um langt árabil, Haraldur Johannessen [faðir Matthíasar ritstjóra Morgunblaðsins], átti frumkvæðið að því að ÍR eignaðist gömlu Landakotskirkjuna sem breytt var í íþróttahús.