ÍR stóð fyrir fyrstu kennslu hérlendis í ísknattleik og skautahlaupi 9. janúar 1951 í samstarfi við Skautafélag Reykjavíkur. Undirstöðuatriði leikreglna voru kennd í ÍR-húsinu við Túngötu en síðan fór kennslan fram á Tjörninni. Eistlendingurinn Ewald Mikson [faðir knattspyrnumannanna Jóhannesar og Atla Eðvaldssona] annaðist kennsluna en hann var eitt sinn í landsliði Eistlendinga í ísknattleik.