Vissir þú?

ÍR átti fyrsta keppanda Íslands í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum en það var Jón Halldórsson, síðar ríkisféhirðir, sem keppti í 100 metra hlaupi í Stokkhólmi 1912. Jón Kaldal, síðar formaður félagsins og annálaður ljósmyndari, keppti næstur Íslendinga í 5 km hlaupi í Antwerpen 1920 og síðan hefur félagið átt mikinn fjölda keppenda á Ólympíuleikum.

X