Verðlaunahátíð ÍR verður haldin í dag, miðvikudaginn 27. desember, kl. 17:30 í ÍR-heimilinu.
Íþróttakona og íþróttakarl hverrar deildar innan ÍR fyrir árið 2017 fá viðurkenningar. Úr þessum hópi tilnefnds íþróttafólks deilda hefur aðalstjórn valið íþróttakonu ÍR og íþróttakarl ÍR 2017 sem verða heiðruð á hátíðinni.
Við sama tækifæri verða sextán sjálfboðaliðar heiðraðir með silfurmerki félagsins fyrir óeigingjarnt starf í þágu þess á undanförnum árum.
Fögnum frábærum árangri ÍR-inga á afmælisárinu 2017.
Allir ÍR-ingar velkomnir.