Á verðlaunahátíð Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur í Ráðhúsinu var íþróttakona Reykjavíkur, íþróttakarl Reykjavíkur og besta íþróttalið Reykjavíkur árið 2024 heiðruð.
Meðal þeirra átta kvenna sem heiðraðar voru fyrir frábæran árangur árið 2024 voru þrjár frjálsíþróttakonur úr ÍR þær Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari, Elísabet Rut Rúnarsdóttir sleggjukastari og Andrea Kolbeinsdóttir langhlaupari. Við óskum þessum frábærum frjálsíþróttakonum til hamingju með heiðurinn.