Spennandi sumarnámskeið hjá ÍR

„ SUMARGAMAN“  verður í  fullu fjöri til 11. ágúst.

„ SUMARGAMAN“  er bæði heils- og hálfsdags námskeið fyrir aldurshópinn 6-9 ára. Námskeiðin standa yfir eina viku í senn. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu, gegn gjaldi og ókeypis gæslu frá 8:00-9:00 og frá 16:00-17:00.

Á námskeiðunum geta börnin valið um tvær brautir: Annars vegar Lista- og sköpunarbraut sem samanstendur af hreyfingu og útiveru, leikjum, göngutúrum, hjólaferðum, ævintýradögum, sönglist, föndurdögum, sundferðum, bæjarferðum, upplýsingaferðum og dansi og hins vegar af Íþróttabraut sem samanstendur af frjálsíþróttaþjálfun, fimleikaþjálfun, handboltaþjálfun, knattspyrnuþjálfun og körfuknattleiksþjálfun.

Hægt er að skrá sig á námskeiðin  hér

Fjölbreytt úrval annarra íþróttanámskeiða verða einnig í boði hjá ÍR í sumar.

 

 

sumargaman ír 3sumargaman ír 5sumargaman ír 1

 

 

 

X