Stóri Plokkdagurinn á sunnudaginn.

ÍR og Rótarý klúbbur Breiðholts hafa tekið höndum saman og hvetja Breiðhyltinga til að plokka í nærumhverfi sínu á sunnudaginn. Við vonum að ÍRingar sjái sér fært að byrja daginn á ÍR svæðinu kl. 11 og plokka saman íþróttasvæðið okkar. Gott að koma með hanska, plokktöng ef það hentar en plastpokar eru á staðnum. Við fögnum svo góðu plokki með grilluðum pylsum kl. 13. Hlökkum til að sjá sem flesta 🙂

X