Sjálfboðaliðar ÍR heiðraðir

Silfurmerki ÍR 2017

Ellefu einstaklingar sem lagt hafa félaginu lið með ómældri sjálfboðavinnu og stuðningi voru heiðraðir með silfurmerki ÍR á verðlaunahátíð félagsins sem fram fór miðvikudaginn 27. desember sl.  Öllum þessum einstaklingum eru þökkuð frábær störf í þágu félagsins og þess jafnframt óskað að við getum notið þeirra krafta um ókomna tíð.

Þeir sem hlutu silfurmerki ÍR að þessu sinni voru eftirtaldir:

Jóhann Ágúst Jóhannsson, keiludeild

Linda Hrönn Magnúsdóttir, keiludeild

Hendrik Berndsen, körfuknattleiksdeild

Guðrún Margrét Ólafsdóttir, körfuknattleiksdeild

Hlynur Elísson, knattspyrnudeild

Aðalsteinn Björnsson, knattspyrnudeild

Eyjólfur Clausen, knattspyrnudeild

Atli Geri Jóhannesson, knattspyrnudeild

Rannveig Oddsdóttir, handknattleiksdeild

Jóna Þorvarðardóttir, frjálsíþróttadeild

Árni Árnason, frjálsíþróttadeild

X