Samstarfssamningur ÍR og Jako undirritaður

Ingigerður Guðmundsdóttir formaður aðalstjórnar ÍR og Jóhann Guðjónsson framkvæmdastjóri Namo ehf umboðsaðila Jako íþróttafatnaðarins undirrituðu samstarfssamning til fjögurra ára í ÍR-heimilinu í dag.  Samningurinn kveður m.a. á um að allir íþróttamenn ÍR keppi í Jako búningum  og að deildir ÍR njóti sérstakra afslátta á Jako íþróttafatnaði og vörum.  Þá verður reglulega boðið upp á tilboðsdaga þar sem ÍR keppnis- og æfingafatnaður frá Jako mun bjóðast á vildarkjörum.

Sjö aðrir umboðsaðilar og framleiðendur íþróttafatnaðar gerðu ÍR tilboð um samstarf en aðalstjórn félagsins samþykkti á dögunum að ganga til samninga við Namo.  ÍR og Namo hafa verið í samstarfi frá árinu 2017 og halda því áfram með nýjum samningi sem hefur mikla þýðingu fyrir alla iðkendur ÍR.

X