Í gærkvöldi (15. des) fór fram árlegur minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson þar sem ÍR og Leiknir áttust við. Leikurinn var að þessu sinni spilaður í Egilshöllinni vegna frosthörkunnar.
Eins og alltaf var margmenni á vellinum enda er þetta í 11. skiptið sem leikurinn fer fram.
Leiknum lauk með 4-0 sigri ÍR-inga þar sem Bergvin Fannar Helgason skoraði þrennu og Guðjón Máni Magnússon skoraði eitt.
Að leik loknum komu bæði lið og áhorfendur saman þar sem Siggi og Aðalheiður foreldrar Hlyns og Kristján bróðir hans þökkuðu viðstöddum fyrir samveruna.
Þar að auki veittu þau ÍR liðinu rausnarlegan styrk upp í ferðakostnað næsta sumars. Axel Kári formaður knattspyrnudeildar veitti styrknum viðtöku.
Þessi hefð er okkur ÍR-ingum afar kær og við þökkum sérstaklega Leiknismönnum fyrir að vera alltaf til í slaginn með okkur á þessum árstíma.
Einnig þökkum við dómaratríóinu sem óskaði þess að þeirra laun rynnu frekar í minningarsjóð Hlyns.
Að lokum þökkum við viðstöddum fyrir komuna!