Magnúsarsjóður styrkir afreksfólk og þjálfara ÍR

Í gær úthlutuðu ÍR-ingar í tíunda skipti styrkjum úr Magnúsarsjóði, menntunar og afrekssjóði ÍR.  Að þessu sinni fengu fulltrúar frá sjö deildum félagsins úthlutað styrkjum að upphæð kr. 1.225.000 samtals  sem hér segir:

  • Frjálsíþróttadeild            kr. 300.000
    Til endurmenntunar þjálfara
    Til afreksuppbyggingar vegna þátttöku í HM í frjálsum 2017
    (Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason)
  • Knattspyrnudeild            kr. 275.000
    Til endurmenntunar þjálfara
    Til þátttöku í þjálfaranámskeiði KSÍ VI (Jóhannes Guðlaugsson)
    Til afreksuppbyggingar í 4., 3. og 2. flokki karla og kvenna
  • Handknattleiksdeild      kr. 275.000
    Til afreksverkefnisins ,,ÍR í fremstu röð“
    Til styrktar unglingalandsliðmönnum U19, U17 og U15 samtals 5-6 leikmenn
  • Körfuknattleiksdeild     kr. 150.000
    Til styrktar unglingalandsliðmönnum U20, U18 og U15 samtals 5 leikmenn
  • Keiludeild                          kr. 75.000
    Til afreksuppbyggingar vegna þátttöku í Quibica AMF World Cup í keilu 2017
    (Einar Már Björnsson)
  • Júdódeild                           kr. 75.000
    Til afreksuppbyggingar vegna þátttöku í landsliðsverkefnum, æfingabúðum og alþjóðlegum mótum í júdó 2017. (Gísli Fannar Vilborgarson)
  • Karate                                  kr. 75.000
    Til afreksuppbyggingar vegna þátttöku í landsliðsverkefnum, æfingabúðum og alþjóðlegum mótum í karate 2017. (Aron Anh Ky Huynh)
    Til endurmenntunar þjálfara (Vicente Carrasco)

Um úthlutunina nú
Í fagnefnd sem vann úr umsóknum og gerði tillögu til sjóðsstjórnar um úthlutun sátu:
Ólafur Gylfason, Gunnar Páll Jóakimsson og Sigurður Þorsteinsson.  Í sjóðsstjórn eiga sæti Leifur Magnússon, fulltrúi aðstandenda Magnúsar Þorgeirssonar, Reynir Leví Guðmundsson gjaldkeri aðalstjórnar ÍR og Þráinn Hafsteinsson íþróttastjóri ÍR.   Sjóðsstjórn samþykkti tillögu fagnefndar óbreytta.  Leifur Magnússon sonur Magnúsar Þorgeirssonar sem sjóðurinn er kenndur við og Ingigerður Guðmundsdóttir formaður ÍR afhentu styrkina.  Sjá myndir.

Um Magnúsarsjóð
Magnúsarsjóður ber nafn Magnúsar Þorgeirssonar (f. 1902, d. 1983), en hann  var fyrsti Íslandsmeistarinn í fimleikum þegar  fyrst var keppt um þann titil í einstaklingskeppni 1927. Sjóðurinn var stofnaður með framlagi afkomenda Magnúsar Þorgeirssonar  í tilefni 100 ára afmælis ÍR og að 80 ár voru liðin frá því að Magnús varð fyrsti Íslandsmeistarinn í fimleikum.   Magnús átti mjög farsælan feril innan ÍR og meðal viðurkenninga sem hann hlaut fyrir sitt framlag má nefna gullkross ÍR 1962 og stórriddarakross 1972. Árið 1977 var Magnús kjörinn heiðursfélagi ÍR.  Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við bakið á afreksstefnu ÍR með því að styrkja þjálfara, íþróttamenn og sérstök verkefni innan félagsins, allt með því markmiði að stuðla að enn betra íþróttastarfi innan ÍR. Veitt er úr sjóðnum einu sinni á ári en frá því 2008 hafa styrkveitingar úr sjóðnum numið samtals 10.145.000 króna.

X