Handknattleikslið ÍR í karlaflokki tryggði sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð með öruggum sigri á KR í gær. Í umfjöllun mbl.is segir: ,,ÍR sópaði KR úr leik er það vann þriðja leik liðanna um 2. sætið í 1. deild karla í handknattleik í kvöld þar sem lokatölur urðu 31:22.
ÍR vann því einvígið 3:0 og vann sér það sem fyrir tímabilið átti að vera síðara lausa sætið í Olís-deild karla en að öllum líkindum eru bæði KR og ÍR þangað komin vegna fjölgunar í Olís-deildinni.
Daníel Ingi Guðmundsson fór á kostum fyrir ÍR í kvöld og skoraði 15 mörk og var langmarkahæstur á vellinum.”
Leikmönnum, þjálfurum, stjórn deildarinnar og áhugafólki öllu hjá ÍR er óskað til hamingju með árangurinn í vetur og sætið í efstu deild.