Ert þú einn af fjölmörgu sjálfboðaliðum ÍR sem halda félaginu gangandi ? Þá langar okkur að bjóða þér í hóf fyrir sjálfboðaliðana föstudaginn 26. Apríl kl. 18:00
Ef þú hefur starfað með félaginu í vetur eða vilt bjóða fram krafta þina í sumar eða næsta vetur þá tökum við á móti skráningu í sjálfboðaliðahóp ÍR á staðnum.
Þetta verður kvöldstund þar sem þú færð tækifæri til að gera þér glaðan dag og fagna þínu framlagi til félagsins á liðnum vetri og/eða keyra upp tilhlökkun fyrir verkefnum sumarsins?
Boðið verður upp á mat og drykk í anddyri Parkethússins og hægt verður að skjóta pílu og fleira skemmtilegt í félagsaðstöðunni á annarri hæðinni í knatthúsinu.
Matur, drykkur og góður félagsskapur frá öðrum ÍR-ingum, það er kvöldstund sem getur ekki klikkað?
Hlökkum til að sjá þig!