Gaman að lesa fréttina á heimasíðu frjálsíþróttasamband Íslands um stórkostlegan árangur hjá ÍR stelpum á EM U23 : Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð í fimmta sæti í á EM U23 ára sem haldið var í Amsterdam í júlí. Elísabet kastaði lengst 65,93m sem kom í síðustu umferð og er næst lengsta kast hennar á ferlinum. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir var grátlega nálægt því að komast í úrslit með kasti sínu upp á 62,21m en hún varð fjórtánda í heildina og hefði þurft hálfan meter í viðbót til þess að komast í úrslitin. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð fjórða í sínum riðli í 100m hlaupi og kom í mark á tímanum 11,92 sek. en hún var óheppin með vind, -1,3 m/s. og dugði tíminn því miður ekki áfram í undanúrslitin. Guðbjörg keppti einnig í 200m og varð tíminn hennar 24,19 sek. (+0,7 m/s.) Hún varð 24. í heildina í báðum greinum.