Þriðjudaginn 8. mars síðastliðinn kom Dagur B Eggertsson í heimsókn í ÍR-heimilið. Heimsóknin fól í sér fund með aðalstjórn ÍR og starfsfólki félagsins ásamt því að skoða framgang byggingar á nýju parkethúsi sem verður klárt til notkunar sumarið 2022.
Húsið er komið vel á veg og gert er ráð fyrir að hafist verði handa við að leggja parketið á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að húsið verði afhent í júní 2022.
Húsið mun vera stór búbót fyrir félagið en það kemur til með að bæta aðstoðu fyrir æfingar og keppni til muna.