Ásgeir Erlendur náði svarta beltinu í júdó

Formaður júdódeildar ÍR og annar aðalþjálfari deildarinnar Ásgeir Erlendur Ásgeirsson náði mekum áfanga í íþrótt sinni s.l. þriðjudag þegar hann tryggði sér svarta beltið.  Í júdóíþróttinni er kunnátta og hæfni iðkenda metin með beltaprófum þar sem fyrsta getustigið gefur hvítt belti, næstu getustig þar fyrir ofan gult, appelsínugult, grænt, blátt, brúnt og loks svart belti fyrir efsta stig kunnáttu og hæfni.  Ásgeir Erlendur hlaut einkunnina 8 á svartbeltisprófinu sem að sögn kunnugra er með því hæsta sem gefið hefur verið á slíku prófi hérlendis. Ásgeir hefur stýrt júdódeild ÍR undanfarin tvö ár sem formaður og er deildin nú sú júdódeild á landinu sem vex hraðast og er sú öflugasta í Reykjavík á sviði barna og unglingastarfs.  Til hamingju Ásgeir.

Ásgeir Erlendur til hægri ásamt félaga sínum Gísla Vilborgarsyni.

 

X