Árlegt Þorrablót ÍR 2017. Miðasala hefst 1. desember kl. 17:00 í ÍR-heimilinu.

Árlegt Þorrablót ÍR verður haldið í íþróttahúsi Seljaskóla laugardagskvöldið 14. janúar n.k. Miðasala hefst í ÍR-heimilinu fimmtudaginn 1. desember kl. 17:00.  Seld verða heil tólf manna borð.  Fyrstir koma fyrstir fá.  Verð fyrir mat og ball kr. 8.900. Veislustjóri verður Séra  Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur í Seljasókn. Hljómsveitin Stuðlabandið mun leika fyrir dansi.

Undirbúningur þessa stórviðburðar í hverfinu sem nú verður haldinn í sjötta skipti er í fullum gangi og stefnt á mikla stemmningu og gleði.  Undirbúningsnefnd Þorrafagnaðar ÍR skipa:  Reynir Leví Guðmundsson formaður, Þorsteinn Magnússon, Bergþóra Eiðsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Guðný Inga Ófeigsdóttir, Hilmar Sigurjónsson, Ingibjörg Helgadóttir, Brynjar Einarsson og Hrannar Máni Gestsson.  Sérstakur ráðgjafi nefndarinnar er Haraldur Reynisson.

 

X