Nýir keppnisbúningar ÍR með vorinu graphic

Nýir keppnisbúningar ÍR með vorinu

29.11.2017 | höf: Brynja Guðmundsdóttir

Aðalstjórn ÍR samþykkti á fundi símum 15. nóvember sl. að ganga til samninga við Namo umboðsaðila Jako um keppnis- og æfingafatnað fyrir ÍR frá og með 1. janúar 2018 þegar núverandi samningur við sama aðila rennur út.
Nýtt útlit keppnisbúninga árið 2018
Hönnun er hafin á nýju útliti á keppnisbúninga ÍR sem verða notaðir næstu árin. Ný keppnistreyja ÍR fyrir knattspyrnu og handknattleik verður kynnt í mars 2018.  Nýtt útlit keppnisbúninga fyrir frjálsíþróttir verður kynnt í apríl og fyrir körfubolta í ágúst 2018.

Jólatilboð á ÍR-göllum og æfingafatnaði
Sérstakt jólatilboð Jako verður auglýst á næstu dögum á ÍR-íþróttagöllum og æfingafatnaði.

X