Fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins, Stórmót ÍR, fer fram í Laugardalshöll um helgina og er nú haldið í 22. sinn. Mótið hefur undanfarin ár verið vettvangur stórra afreka og mikillar fjöldaþátttöku. Um 700 keppendur eru skráðir til leiks að þessu sinni frá 33 félögum víðsvegar að af landinu. 42 keppendur frá fjórum félögum í Færeyjum taka þátt í mótinu.
Kl. 15:00-16:00 hvorn dag fer fram úrslitakeppni í mörgum greinum karla og kvenna. Friðarhlaupið verður hlaupið í 3. sinn á Stórmóti ÍR á sunnudaginn kl. 14:00.
Keppni hefst báða dagana kl. 9:00 með keppni yngstu þátttakendanna og endar kl. 17:00 á sunnudaginn.
Tímaseðil mótsins má sjá hér.
Hér má sjá Facebook síðu viðburðarins.