Í gær fór fram 107. Viðavangshlaup ÍR. Alls luku 423 einstaklingar hlaupinu sem má teljast góð þátttaka.
Sigurvegari hlaupsins var Arnar Pétursson (Breiðablik f. 1991) á 15:24 og fyrst í flokki kvenna var Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR f. 1999) á 17:08. Félagið óskar þeim Arnari og Andreu innilega til hamingju með góðan árangur.
Félagið vill líka koma þakklæti á framfæri til þeirra fjölmargra sjálfboðaliða sem komu að hlaupinu.
Í tilefni dagsins hittust núverandi formaður, fyrrverandi formenn sem og framkvæmdarstjóri til að fylgjast með hlaupurum og fara yfir líðandi málefni félagsins.