Merki Íþróttafélags Reykjavíkur er svohljóðandi skv. 3. gr. laga félagsins:
Félagsmerkið er skammstöfunin með hvítum stöfum á bláum skildi. Nærri brún skjaldarins er hvít rönd. Blár litur merkisins er Pantone 286 C.
[RGB 0 51 160 – Hex 0033A0 – CMYK 100 75 0 0]
Hlutföll merkisins eru breidd á móti hæð 1 á móti 1,6, hlutföll gullins sniðs. Innbyrðis hlutföll einstakra litaflata eru einnig í hlutföllunum 1 á móti 1,6. Hæð skjaldarins á móti bogformi í neðri hluta hans er í hlutföllunum 1 á móti 1,6. Íhvolfur bogi efst í skildinum á móti samsíða hliðum hans deilist í hlutföllunum 1,4 á móti 1. Við félagsmerkið er deildum leyfilegt að bæta við sérmerki íþróttagreinar sinnar, sem þarf þó samþykki aðalstjórnar félagsins.
Hér er hægt að nálgast merki ÍR á ýmsu formi: