Haukar hafa komist að samkomulagi við ÍR um að lána Grétar Ara Guðjónsson til þeirra og mun Grétar Ari því leika með
ÍR-ingum í vetur. Haukar tóku ákvörðun um lánið með hagsmuni Grétars að leiðarljósi. Enda mikilvægt fyrir Grétar á þessum tímapunkti að fá að mikinn spiltíma, til að halda áfram að þroskast sem leikmaður. Grétar Ari er einn mest spennandi markmaður landsins og því mikill fengur fyrir ÍR-inga.