Viðburðir

Frjálsíþróttadeild ÍR hefur frá upphafi verið öflugasti framkvæmdaaðili frjálsíþróttamóta og hlaupa á Íslandi. ÍR ingar héldu fyrsta frjálsíþróttamót sem haldið var á landinu 1.-2. ágúst 1909, Leikmót ÍR, og hafa ekki slegið slöku við síðan. Mótin hafa skipað sér fastan sess í íþróttalífi landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Fyrir utan að halda okkar mót tekur deildin að sér að halda mót fyrir FRÍ eins og aðrar frjálsíþróttadeildir á landinu.

Stórmót ÍR

Mótið er löngu orðið vel merkt á dagatölum frjálsíþróttaunnenda landsins enda stærsti árvissi frjálsíþróttaviðburður á Íslandi. Færeyingar hafa verið duglegir að sækja mótið undanfarin ár og hefur það sett skemmtilegan svip á mótið.

Tímasetning: Lok janúar/byrjun febrúar

Víðavangshlaup ÍR

Hlaupið er sá íslenskur íþróttaviðburður sem lengst hefur verið haldinn samfellt en fyrsta hlaupið var ræst árið 1916 á sumardaginn fyrsta á Austurvelli og hefur verið hlaupið á hverju ári síðan.

Tímasetning: Sumardagurinn fyrsti
Vegalengd: 5 km

Vormót ÍR

Mótið markar hjá mörgum upphaf keppnistímabilsins og er oft síðasta tækifærið sem íþróttamennirnir fá til vinna sér sæti í landsliði Íslands fyrir Evrópukeppni landsliða. Á mótinu er ávalt góð stemmning og grillaðar pylsur og tilheyrandi í boði á sanngjörnu verði.

Tímasetning: Byrjun júní

Bronsleikar ÍR

Leikarnir eru haldnir til minningar um afrek Völu Flosadóttur og voru fyrst haldnir 10 árum eftir að hún vann til Bronsverðlauna í Sydney árið 2000. Þetta mót er yngsti viðburðurinn okkar en iðkendur meistaraflokks sjá um framkvæmdina og skipulagninguna.

Tímasetning: Mánaðarmótin september/október
Tímaseðill: 9:30-12:30
Aldur: 11 ára og yngri

Silfurleikar ÍR

Rétt eins og Stórmótið hafa Silfurleikarnir átt miklum vinsældum að fagna og er nú orðið annað stærsta frjálsíþróttamót vetrarins. Nafni mótsins var breytt 2006 til að minnast afreka Vilhjálms Einarssonar í Melbourne árið 1956 þegar hann nældi í silfurverðlaun í þrístökki.

Tímasetning: Nóvember
Aldur: 17 ára og yngri

Gamlárshlaup ÍR

Á Gamlársdag koma hlauparar landsins saman og ljúka hlaupaárinu með 10 km hlaupi í misjöfnum veðrum og alskyns klæðnaði sem henntar mis vel til hlaupa. Keppnin snýst ekki eingöngu um hver kemur fyrstur í mark heldur eru veit verðlaun fyrir flottustu búninga og fjöldi útdráttarverðlauna er einnig í boði.

Tímasetning: 31. desember klukkan 12:00
Vegalengd: 10 km

Styrktaraðilar ÍR

X