Verðlaunahátíð ÍR
27. desember sl. var verðlaunahátíð ÍR haldin en á henni fengu íþróttakona og íþróttakarl hverrar deildar innan ÍR viðurkenningar. Úr þessum hópi voru síðan íþróttakona og íþróttakarl ÍR heiðruð. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari, voru valin íþróttakona og íþróttakarl frjálsíþróttadeildarinnar auk þess sem að Guðbjörg Jóna var valin íþróttakona ÍR.
Nánari upplýsingar um verðlaunahátíðina og myndir frá henni munu birtast bráðlega á ir.is.
Íþróttamaður ársins
28. desember var lýst kjöri á íþróttamanni ársins en athöfnin fór fram í Hörpunni. KraftlyftingamaðurinnJúlían Jóhann Karl Jóhannsson hlaut viðurkenninguna að þessu sinni en við ÍR-ingar áttum einn glæsilegan fulltrúa, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttir, sem hafnaði í sjöunda sæti með 98 stig.
Nánari upplýsingar um kjörið og myndir frá hófinu má m.a. finna hér
Frjálsíþróttadeild ÍR óskar Guðna Val og Guðbjörgu Jónu innilega til hamingju með þessar viðurkenningar og frábær afrek á árinu sem er að líða.