Evrópumeistaramót U20 fer fram í Grosseto á Ítalíu dagana 20.-23. júlí nk. ÍR-ingar eiga einn fulltrúa á mótinu, Tiönu Ósk Whitworth sem keppir í 100 og 200 m hlaupi. Undanrásir í 100m verða í fyrramálið og hefjast kl. 8.40 að íslenskum tíma og í 200m á föstudag kl. 17.20.
Auk Tiönu taka tvær aðrar íslenskar stúlkur þátt í mótinu, Erna Sóley Gunnarsdóttir Aftureldingu, sem keppir í kúluvarpi og Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki í sjöþraut.
ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir náði einnig lágmörkum á Evrópumeistaramótið en gaf ekki kost á sér þar sem hún keppir á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem verður sett á sunnudag.
Hægt er að fylgjast með vefútsendingu frá mótinu.