ÍR sendir tvö karlalið og tvö kvennalið til keppni í Bikarkeppni FRÍ sem fram fer í Kaplakrika á morgun, laugardagnn 27. júlí. ÍR stefnir þar að því að verja Bikarmeistaratitil sinn til tveggja ára í röð og munu flestir af helsta afreksfólki liðsins etja kappi við keppinauta frá FH, sem sendir einnig tvö lið til keppni, Breiðabliki, sameiginlegu liði Fjölnis og Aftureldingar, liði HSK og sameiginlegu liði UMSS og KFA. Keppni hefst í stangarstökki kvenna kl. 11:30 en stangarstökkskeppnin fer fram innanhúss en keppni hefst síðan kl. 13 og líkur um kl. 15:15 á 1000m boðhlaupi kvenna.
Það verður hart barist um hvert stig og er því um að gera að mæta í Kaplakrika og hvetja fólkið okkar áfram í þessari snörpu keppni. Sjá hér keppnisgreinar og keppendur.
Fríða Rún Þórðardóttir tók saman