Gleðilegt nýtt ár

Frjálsíþróttadeild ÍR óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar góðar stundir á árinu sem var að líða. Árið 2016 náðu ÍR-ingar góðum árangri í unglinga- og meistaraflokki, bæði hérlendis jafnt sem erlendis. Þar ber hæst þátttaka Anítu Hinriksdóttur og Guðna Vals á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem þau voru ÍR, landi og þjóð til sóma. Aníta setti þar Íslandsmet, og Guðni Valur var nálægt því að bæta sinn besta árangur. Þau eru bæði ung að árum og verður því spennandi og gaman að fygljast með þeim á komandi árum. Þar að auki eigum við mikið af góðu afreksfólki og efnilegum unglingum sem eiga framtíðina fyrir sér. Það verður því heldur betur spennandi að fygljast með komandi keppnistímabili, sem hefst innanhúss núna í janúar.

X