Glæsilegt met Guðbjargar í 200m hlaupi

ÍR-ingar náðu mjög góðum árangri í mörgum greinum á Aðvenutmóti Ármanns í frjálsíþróttum í Laugardalshöll á laugardag. Hæst bar afrek hinnar stórefnilegu Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur sem bætti íslensku aldursflokkametin í þremur aldursflokkum þegar hún hljóp 200 metrana á 24,51 s. Guðbjörg sem verður 15 ára síðar í mánuðinum bætti metin í flokki 15 ára, 16-17 ára og 18-19 ára. Önnur í hlaupinu varð liðsfélagi hennar Tiana Ósk Whitworth sem stórbætti sig einnig og hljóp á 25,11 s. Í 60m hlaupinu skiptust þær stöllur á sætum og Tiana sigraði á nýju persónulegu meti 7,73 s sem er þriðji besti árangur frá upphafi á Íslandi í flokki 16-17 ára stúlkna og Guðbjörg setti líka persónulegt met og þar að auki aldursflokkamet í flokki 15 ára og varð önnur á 7,75 s. Í þriðja sæti í sama hlaupi varð svo liðsfélagi þeirra Helga Margrét Haraldsdóttir sem hljóp á nýju persónulegu meti 7,92 s. Helga Margrét bætti sig einnig í kúluvarpi með kasti upp á 11,30 m. Tugþrautarkappinn Tristan Freyr Jónsson sigraði í 60 m hlaupi og langstökki á 7,11 s og 6,83 m og bætti sig vel í kúluvarpi með 13,41 m. Fjöldi annarra persónulegar meta féll hjá fjölda annarra ÍR-inga sem sýndu frábæra takta á mótinu. Til hamingju íþróttafólk og þjálfarar.

X