Gautaborgarleikarnir hefjast í dag

ÍR-ingar í Gautaborg 2018 á æfingu

Gautaborgarleikarnir í frjálsíþróttum, Världsungdomsspelen, hefjast í dag. Að þessu sinni eru rúmlega 40 ÍR-ingar skráðir til leiks, flestir á aldrinum 13-16 ára, en einnig eru með í för nokkrir eldri keppendur úr meistaraflokki og MU20. Hópnum fylgir átta manna hópur þjálfara og fararstjóra.

Á níunda þúsund keppendur eru skráðir til leiks á mótið sem fer fram á Ullevi-leikvanginum og koma þeir víðsvegar að um heiminn. ÍR hefur tekið þátt annað hvert ár og er þátttaka í mótinu skemmtileg og góð upplifun fyrir iðkendurna, sem margir hverjir stíga þar sín fyrstu skref á alþjóðlegu móti.

Mótinu lýkur á sunnudag og er hópurinn væntanlegur heim á miðvikudag.

Á vef Gautaborgarleikana, www.vuspel.se/, má nálgast úrslit og fylgjast með vefútsendingu.

X