Frjálsíþróttafólk í eldlínunni

Erna Sóley bronsverðlaunahafi á EM U20 2019

Frjálsíþróttafólk úr ÍR hefur ekki setið auðum höndum að undanförnu. Stór mót eru að baki á erlendri grundu og er helst að nefna bronsverðlaun Ernu Sóleyjar Gunnarsdóttur í kúluvarpi á EMU20 í Boras í Svíþjóð á dögunum. Erna Sóley kastaði 15.41 m í annarri umferð sem setti hana í fjórða sætið og var hún í því sæti fram í síðustu umferð, hún gerði sér hins vegar lítið fyrir og kastaði sitt lengsta kast í síðustu umferðinni, 15.65 m og rauk upp í þriðja sætið. Mikil spenna ríkti á meðan sú sem Erna hafði ýtt niður í fjórða sætið kastaði sitt síðasta kast en henni tókst ekki að kasta lengra en Erna og því var bronsið hennar.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppti í 200m hlaupi á sama móti og hafnaði í 4. sæti aðeins 1/100 frá bronsinu og 4/100 frá silfrinu svo mjótt var á munum. Guðbjörg hljóp á tímanum 23.64 sek sem er frábær tími sérstaklega sé litið til þess að hlaupið var í stífum mótvindi 1,7m/s. Guðbjörg og sú sem sigraði, sem setti nýverið heimsmet 16-17 ára í greininni eru enn það ungar að þær geta keppt aftur á þessu móti næst þegar það fer fram árið 2021.

Hlynur Andrésson sem æfir og keppir í Hollandi og hefur verið iðinn við að setja Íslandsmetin að undanförnu, bætt enn og aftur metið í 5000m hlaupi þegar hann hljóp á 13:57,89 mín og bætti sitt fyrra met um 1 sek. Keppnin fór fram í Nacht í Belgíu og varð hann 9. í sínum riðli.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppti í sleggjukasti á Olympíuhátíð æskunnar í Azerbajan, hún komst í úrslit með sjöunda besta árangurinn en gerði því miður öll köstin í úrslitakeppninni ógild og má segja að hún hafi misst af verðlunum þar en með hennar besta árangri hefði hún örugglega hafnað á palli.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

Við óskum íþróttafólkinu og þjálfurum til hamingju með árangurinn að undanförnu

X