Benjamín með silfur á NM U23 og Aníta fjórða á Demantamóti

Verðlaunahafar á NM U23

Benjamín Jóhann Johnsen vann til silfurverðlauna á Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþrautum, sem haldið var í Ullensaker Kisa í Noregi um helgina. Benjamín, sem keppir í elsta aldursflokknum, 20-22 ára, hlaut alls 6443 stig, sem er bæting um 762 stig.

Árangur Benjamíns í þrautinni var eftirfarandi:

100m hlaup (+1,8): 11,45s (763)
Langstökk: 6,05m (+1,6) (597)
Kúluvarp: 10,56m (519)
Hástökk: 1,99m (794)
400m: 52,50s (703)
110gr (+0,9): 15,65s (773)
Kringla: 30,44m (474)
Stöng: 3,90m (590)
Spjót: 56,37m (684)
1500m: 5:02,35 (546)

Árangur Benjamíns er ekki síst eftirtektarverður í ljósi þess að það eru aðeins tæp þrjú ár síðan að hann byrjaði að æfa frjálsíþróttir og var þetta fyrsta landsliðsverkefnið sem hann tekur þátt í. Það verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum hjá þessum vaxandi íþróttamanni!

Helga Margrét Haraldsdóttir keppti í sjöþraut 16-18 ára stúlkna. Eftir að hafa átt góðu gegni að fagna í fyrstu fimm greinunum lenti hún í ógöngum í spjótinu, þar sem öll köst hennar voru dæmd ógild og lauk hún því ekki keppni.

Þrautarfólkið voru ekki einu ÍR-ingar sem létu að sér kveða á Norðurlöndunum í dag. Á Demantamótinu í Stokkhólmi hljóp Aníta Hinriksdóttir í 800 m hlaupi, þar sem hún hafnaði í fjórða sæti á tímanum 2:02.21, en sigurvegarinn frá Eþíopíu í hlaupinu kom í mark á tímanum 2:01.16.

Myndin sem fylgir fréttinni er fengin af Facebooksíðu Úrvals- og stórmótahópur unglinga 15-22 ára í frjálsum íþróttum.

X