Aníta Hinriksdóttir varð í 2. sæti á gríðarsterku móti í Pólandi. Aðeins Joanna Józwik frá Póllandi, sem leiðir heimslistann, var fljótari en þær tvær voru í sérflokki í hlaupinu í kvöld. Aníta jafnaði sinn næst besta tíma þegar hún hljóp á 2:01;56 mín en Joanna gerði sér lítið fyrir og fór undir 2 mínúturnar þegar hún hljóp á 1:59,29 mín. Arzamasova frá Hvíta Rússlandi náði ekki að hlaupa með þeim og kom á mark á 2:03,17 mín sem þó rétt við hennar ársbesta. Frábær hlaup hjá Anítu núna helgi eftir helgi en hún undirbýr sig af kappi fyrir EM í Belgrade í mars.
Úrslitin má nálgast hér