Aníta og Guðni frjálsíþróttafólk ársins

ÍR ingarnir Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason voru í dag útnefnd frjálsíþróttafólk ársins 2016 af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Þau náðu bæði mjög eftirtektarverðurm árangri á árinu og eru vel að heiðrinum komin. Þau þreyttu bæði frumraun sína á Ólympíuleikum í sumar og stóðu sig með stakri prýði. Þau kepptu einnig á EM fullorðinna í sumar auk fjölda annara alþjóðlega móta þar sem margir sigrar unnust. Við óskum Guðna og Anítu til hamingju með útnefninguna.

X