Árni Haukur keppti á Bislet-leikunum

Árni Haukur Árnason kemur í mark á MÍ 2018

Árni Haukur Árnason ÍR keppti í kvöld í 400m grindahlaupi á Bislet-leikunum í Osló. Þar hljóp hann á sínum öðrum besta tíma, 58,73 sek í töluverðum mótvindi á um 200m kafla en var samt góður yfir grindunum og er greinilega í stöðugri framför.

Flottur árangur hjá Árna, en hann hljóp glæsilega á MÍ á Sauðárkróki sl. sunnudag og hafnaði í 2. sæti í 400m grindahlaupi á persónulegu meti 57,85 sek, en hann bætti sig einnig í 110m grindahlaupi deginum áður.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.

Myndina tók Gunnlaugur Júlíusson.

X