Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands var haldin á Cabin 1. desember sl. Farið var yfir árið í máli og myndum og viðurkenningar veittar fyrir afrek ársins sem að líða. ÍR-ingar voru áberandi á hátíðinni sem hófst með heiðursviðurkenningum til Margrétar Héðinsdóttur og Þráins Hafsteinssonar en þau hlutu heiðursviðurkenningar frá Evrópska Frjálsíþróttasambandinu (EAA). Hæst bar útnefning frjálsíþróttakonu og –karls 2017 en eins og 2016 var það Aníta Hinriksdóttir ÍR sem var kjörin frjálsíþróttakona ársins enda vel að því komin. Hún var jafnframt stigahæsti frjálsíþróttamaður ársins skv. stigatöflu IAAF (fyrir 800m og 1500m), götuhlaupari ársins í kvennaflokki og millivegalengda hlaupari ársins. Hilmar Örn Jónsson FH var kjörinn frjálsíþróttakarl árins. Munu þau einnig hljóta viðurkenningu á hófi íþróttafréttamanna í Hörpunni milli jóla og nýárs.

Aðrir ÍR-ingar sem komu við sögu voru eftirfarandi.

Hulda Þorsteinsdóttir var kjörin stökkvari ársins í kvennaflokki og Hlynur Andrésson langhlaupari ársins. Fjölþrautarkarl ársins var Tristan Freyr Jónsson en óvæntasa afrekið féll í skaut Tiönu Óskar Whitworth og besta stúlka 15-19 ára var Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Ný viðurkenning var veit sem kallaðist „Mikilvægasti“ frjálsíþróttamaðurinn og varð langhlauparinn Arnar Pétursson úr ÍR kjörinn.  Kári Steinn Karlsson var kjörinn götuhlaupari ársins.

Þjálfarar voru einnig viðurkenndir og í ár var það Brynjar Gunnarsson sem hlaut Hvatningarverðlaun unglingaþjálfara.

 

X