Benedikt Þórir og Róbert Elís valdir í U-15 hópinn sem mætir Færeyjum.

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmannahóp til þátttöku í tveimur æfingaleikjum sem verða spilaðir 15. – 19. ágúst næstkomandi gegn Færeyingum.

ÍR á tvo leikmenn í hópnum, þá Benedikt Þórir Jóhannsson og Róbert Elís Hlynsson. Við óskum strákunum góðs gengis í komandi verkefni og til hamingju með valið. Þeir eru partur af öflugum hópi 2007 drengja í ÍR sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

 

X