Góður árangur ÍR fimleika á haustmóti í Stökkfimi yngri

ÍR fimleikar áttu frábæra opnun á keppnistímabilinu þegar þær urðu í 3. sæti af 14 liðum í heildarstigakeppni á haustmóti í Stökkfimi yngri (f. 2012-10) á Selfossi 13. nóvember með 30,250 í einkunn. Ef að blönduð lið eru tekin sér urðu þær í 2. sæti af 12 stúlknaliðum.

Þær sigruðu á trampolíni, bættu sig um 2,0 frá síðustu keppni og bættu sig á dýnu með 1,9 í bætingu.  Fimleikastúlkurnar heita. Emilía Ólöf Jakobsdóttir, Gabriela Wiktoria Chomiak, Guðmunda Jónsdóttir, Júlía Wolkowicz, Katrín Hulda Tómasdóttir, Megija Zelmene, Sunna Tam N. Sólborgardóttir, Tinna Mai N. Sólborgardóttir og Viktorija Sudrabina Anisimova. Þær Viktorija og Gabríela eru nýliðar og byrja sinn feril í fimleikum með glæsibrag.

Þessar sömu stúlkur keppa áfram saman í stökkfimi yngri fram á vor og stefna ótrauðar á sigur á þeim

mótum sem fram undan eru.

X