Fyrsta keppnistímabil ÍR fimleika í áraraðir

ÍR fimleikar hófu nú á vorönn sitt fyrsta keppnistímabil í tugi ára. ÍR keppir í hópfimleikum en þar er einnig keppt í svokallaðri stökkfimi en bæði móta fyrirkomu lögin byggja á gólfæfingum (dansi), trampolín og dýnustökki https://fimleikasamband.is/um-hopfimleika/.

ÍR hefur keppt á fjórum mótum frá áramótum, 21. maí sl. vann blandað lið 5. flokks það afrek að verða Íslandsmeistari og má sjá mynd af liðinu sem fylgir fréttinni. Þetta voru frá vinstri Sóldís Lilja Hermannsdóttir Austmar, Chahd Ababou, Aya Askari, Bryndís Elfa Blöndal, Júlía Wolkowicz, Sunna Tam N. Sólborgardóttir, Benjamín Þór Jónsson.

  1. flokkur (f. 2010-2011) keppti einnig á þessu móti en lutu í lægra haldi fyrir liði Bjarkar í Hafnarfirði. Stúlkurnar sem skipa 4. flokk heita Birgitta Kamí Jónsdóttir, Bjarney Hulda Brynjólfsdóttir, Emilía Katrín Sævarsdóttir, Guðmunda Jónsdóttir, Katrín Hulda Tómasdóttir, Máney Tinna Óttarsdóttir, Megija Zelmene og Tinna Mai N. Sólborgardóttir.
  2. – 29. maí kepptu bæði liðin á vormóti í hópfimleikum í Grafarvogi og hafnaði 5. flokkur þar í 4. sæti. 4. flokkur átti við ofurefli að etja en náði þó að sýna sínar bestu gólfæfingar til þessa! Síðasta mót annarinnar er keppni uppi á Akranesi á Íslandsmóti í hópfimleikum hjá blönduðu liði en þá keppa þeir sömu og sigruðu sína keppni þann 21. maí en þær Guðmunda Jónsdóttir og Tinna Mai N. Sólborgardóttir bætast í hópinn.

Við óskum ÍR fimleikum til hamingju með sitt fyrsta keppnisár og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni!

X