ÍR fótboltamótin

ÍR heldur á hverju ári fótboltamót fyrir 7. og 6. flokk karla.

Hlynsmótið er haldið í Egilshöllinni á sumardaginn fyrsta, ár hvert, fyrir 7. flokk karla. Dominosmótið 2018 verður haldið á ÍR vellinum laugardaginn 12. maí fyrir 6. flokka karla.

 

 

Hlynsmótið er minningarmót um leikmann ÍR og þjálfara 7. flokks karla hjá ÍR, Hlyn Þór Sigurðsson sem varð bráðkvaddur langt fyrir aldur fram, einungis 18 ára gamall þann 25. nóvember 2009.

Hlynsmótið verður haldið í Egilshöll á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl 2018, gert er ráð fyrir að leikið verði frá því um klukkan níu að morgni að síðustu leikir klárist um klukkan fjögur.

Fyrirkomulag mótsins og leikreglur:

Spilað verður á 1/8 velli í 5 manna liðum, í sex styrkleikaflokkum, með bolta nr. 3.

Á Hlynsmótinu er leikið eftir “bannað að negla” reglunni. Markmaður spilar frá marki og varnarlið bakkar aftur fyrir miðju þegar boltinn fer aftur fyrir endamörk. Markmaður má kasta eða sparka boltanum í leik, ef hann sparkar skal það gert frá jörðinni.

Ekki má skora beint úr innkasti eða upphafsspyrnum án þess að annar leikmaður komi við boltann, þá er ekki dæmt mark þótt boltinn fari óvart í varnar- eða markmann.

Úrslit leikja eru ekki skráð, allir þátttakendur fá þátttökuviðurkenningu.

 

 

Dominosmótið verður haldið á æfingavæði ÍR, laugardaginn 12. maí 2018.

Fyrirkomulag mótsins og leikreglur:

Spilað verður á 1/4 velli í 7 manna liðum, í sex styrkleikjaflokkum, með bolta nr. 3. Spilað verður eftir reglugerð KSÍ um knattspyrnu í 7 og 8 manna liðum, með því fráviki að markmaður má taka boltann með höndum eftir sendingu frá samherja.

Úrslit leikja eru ekki skráð, allir leikmenn fá þátttökuviðurkenningu.

Styrktaraðilar ÍR

X