Vorboði lífs og gleði
Víðavangshlaup ÍR í 100 ár
Á þessari síðu er að finna ítarlega sögu Víðavangshlaups ÍR og umfjöllun um fyrstu 100 hlaupin sem tekin var saman í tilefni af 100. hlaupinu 23. apríl 2015. Til þess að lesa umfjöllun um stök hlaup er valinn áratugur í valmyndinni hér til vinstri og svo viðkomandi ár. Einnig er að finna mikið magn mynda frá hlaupunum í gegnum árin, bæði í myndasafninu og með hverju hlaupi fyrir sig. Einnig er að finna hér umfjöllun um hlaupaleiðina sem tekið hefur miklum breytingum í gegnum árin og skrá yfir þrjá fyrstu karla og þrjár fyrstu konur í hlapinu frá upphafi.
Það var árið 1916 að ÍR-ingar stofnuðu til víðavangshlaups að enskri fyrirmynd. Hlaupið hefur verið haldið árlega síðan og mun vera sá íþróttaviðburður hér á landi sem á sér lengsta samfellda sögu. Helgi Jónasson í Brennu var í fararbroddi þeirra ÍR-inga og stjórnaði fyrstu hlaupunum. Hlaupið varð strax einn af meginviðburðum í dagskrá sumardagsins fyrsta í Reykjavík. Hlaupaleiðin hefur jafnan verið tengd miðbæ Reykjavíkur þó hlaupaleiðin hafi breyst alloft og einnig aðstaða öll í miðbænum. Nú er ekki mikinn víðavang að finna á þeim slóðum og er hlaupið í dag á malbikuðum stígum og götum. Það hefur jafnan þótt mikill sigur að koma fyrstur í mark í Víðavangshlaupi ÍR. Undir stjórn Guðmundar Þórarinssonar jókst þátttaka mjög í Víðavangshlaupi ÍR á áttunda áratugnum og þá tóku konur fyrst þátt.