Afmæli Taekwondodeilar ÍR

Vissir þú að í ár er Taekwondodeil ÍR 20 ára?
Helgina 14. til 17. október munum við fagna þessum áfanga.
Saga Taekwondo deildar ÍR hófst árið 1990 þegar þeir Michael Jörgensen frá Danmörku (þá 3. dan) Kolbeinn Blandon og Ólafur W. Hand, stofnuðu Taekwondo félag Reykjavíkur. Í byrjun voru það nær eingöngu vinir og vandamenn í kringum stofnendurna sem æfðu en fljótlega spurðist þetta út og ásóknin jókst ört. Æfingarnar voru stundaðar í gamla ÍR-húsinu sem þá stóð við Túngötu (við Landakotstún, en í dag stendur húsið á Árbæjarsafni).

Boðsbréf

Boðsbréf taekwondodeildar
Við ætlum við að halda hátíð með Taekwondo maraþoni, almennum æfingum, barnadagskrá og afmælisveislu fyrir fullorðna. Til að samfagna með okkur höfum við boðið þeim Grandmaster Cho Woon Sup og Master Allan Olsen að vera með okkur yfir helgina, en þeir ættu að vera öllu Taekwondo fólki vel kunnugir.

Aðfaranótt laugardagsins verður haldið góðgerðarmaraþon til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Ætlunin er að safna áheitum frá vinum og vandamönnum og hjá fyrirtækjum. Það verður hægt að heita á okkur í maraþoninu og þar með leggja hjartveikum börnum lið.
Erlendir sem innlendir þjálfarar stjórna margvíslegum Taekwondoæfingum. Við viljum því endilega hvetja alla iðkendur
Taekwondo á Íslandi og alla þá sem hafa áhuga á og vilja fræðast um íþróttina að mæta, taka þátt og styrkja gott málefni. Þátttaka í maraþoni er 1.000 kr. sem rennur óskert til Neistans.

Þeir sem vilja hjálpa okkur við að styrkja Neistan er bent nýstofnaðan reikning:
Kvondodeild ÍR, kt: 580991-1309, 1175-05-763723
Að auki verður hægt að hringja í 901-5020 og 901-5030 til þess að styrkja um 2000,- kr og 3000,- kr.

Matseðill

Dagskrá helgarinnar:
Fimmtudagurinn 14. október
20:00 (90 mín) Æfing

Föstudagurinn 15. október
Maraþon frá 19:00 til 07:00. Börn eru velkomin á fyrstu æfinguna frá 19:00 til 20:30.

Laugardagurinn 16. október
14:00 (90 mín) Barnadagskrá, grill og leikir
17:00 (60 mín) Æfing
20:00 Matur og partý fyrir fullorðna (18 ára+)

X