SUMARGAMAN

Sumarnámskeið ÍR “SUMARGAMAN” er fyrir alla krakka á aldrinum 6-9 ára, þ.e. börn fædd 2011-2014.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á hreyfingu, leikgleði, útivist og sköpun.

Sumargaman ÍR hefur verið partur af starfi ÍR um áraraðir og alltaf notið mikilla vinsælda. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir krakkana í hverri viku og er m.a. farið í vettvangsferðir í sund, húsdýragarðinn, Nauthólsvík og víðar. Enn fremur bregðum við á leik hér á ÍR-svæðinu og förum í allskonar leiki, íþróttir og föndur.

Dagskrá námskeiðsins er gefin út um miðjan maí en skráning er hafin hér!

 

Námskeiðsvikur sumarið 2021

 1. námskeið 14.- 18. júní
 2. námskeið 21. – 25. júní
 3. námskeið 28. júní – 2. júlí
 4. námskeið 5. – 9. júlí
 5. námskeið 12. – 16. júlí
 6. námskeið 19. – 23. júlí

Heill dagur: Frá 9-16

Hálfur dagur: Frá 9-12 eða 13-16

Námskeiðið fer fram í ÍR-heimilinu, Skógarseli 12 – 109 Reykjavík.

Gæsla er í boði án endurgjalds fyrir og eftir námskeið frá 8-9, 16-17 og 12 -13 fyrir hálfsdags námskeiðin.

Verð:

Heill dagur: 14.000 kr.
Hálfur dagur: 8.000 kr.
Matargjald: 4.000 kr. (Valkvætt)

*Athugið að stjörnumerkt námskeið er fjórir dagar, 11.200 kr. fyrir heilan dag, 6.400 kr. fyrir hálfan dag og 4.000 kr. fyrir mat.

Systkinaafsláttur 10%

Skráning HÉR

 

 

Knattspyrnuskóli ÍR

Knattspyrnuskóli ÍR er fyrir alla krakka á aldrinum 6-12 ára, þ.e. börn fædd 2015-2009

Námskeiðið er hálfur dagur frá 09:00-12:00

Verð: 8.000,-  vikan
Matargjald: 4.000 kr. (Valkvætt)

Tímabil Knattspyrnuskóla ÍR sumarið 2020

 1. Námskeið 1. – 14.- 18. júní*

 2. Námskeið 2. – 21. – 25. júní

 3. Námskeið 3. – 28. júní – 2. júlí

 4.  Námskeið 4. – 5. – 9. júlí

 5. Námskeið 5 – 12. – 16. júlí

 6. Námskeið 6 – 19. – 23. júlí

 7. Námskeið 7. – 3. – 6. ágúst

 8. Námskeið 8 – 9. – 13. ágúst

 9. Námskeið 9 – 16. – 20. Ágúst

Gæsla er í boði án endurgjalds fyrir og eftir námskeið frá 8-9 og 12 -13

*Athugið að stjörnumerkt námskeið er fjórir dagar, 6.400 kr. fyrir hálfan dag og 4.000 kr. fyrir mat.

Skráning HÉR

 

FIMLEIKAR OG PARKOUR – SUMARNÁMSKEIÐ 2021

ÍR fimleikar/parkour stendur fyrir sínu fyrsta sumarnámskeiði vikurnar 14.6 – 2.7 (14 dagar) og 3.8 – 17.8 (11 dagar).

Æft verður í Breiðholtsskóla frá kl. 9:30-12, með stuttu nestishléi og munu fimleikaþjálfarar okkar sjá um kennsluna sem hugsuð er fyrir börn frá 5 ára og upp í 11 ára en skipt verður í hópa eftir aldri.

Verð er 20.000 kr fyrir júní námskeiðið og 16.000 kr fyrir ágúst námskeiðið.

Þau börn sem eru á námskeiði hjá ÍR á ÍR svæðinu eftir hádegið geta fengið fylgd frá Breiðholtsskóla og yfir í ÍR heimilið. Hægt er að skrá sig í hádegismat þar ef að áframhaldandi námskeið eru fyrirhuguð eftir hádegið.

Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda póst fridaruner@hotmail.com

Skráning HÉR

 

 

 

Síðast uppfært: 27.05.2021 klukkan 10:42

X