Nýskráning í Sportabler

Sportabler, er íslenskt snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Upplýsingar um dagskrá og samskipti flokka innan ÍR fara fram á Sportabler. Þessar leiðbeiningar eiga við um forritið þar sem hægt er að fá upplýsingar um starfsemi viðkomandi flokks.

Iðkendur/forráðamenn þetta þurfið þið að gera:

Skrá í hóp/flokk hér: https://www.sportabler.com/signup

Setja inn kóða flokksins/hópsins: Þið fáið kóðann frá þjálfara eða hér að neðan (https://ir.is/sportabler-leidbeiningar-og-kodar/). Næsta skref er að stimpla kóðann inn. Ath. Einnig er hægt að stimpla inn kóðann í gegnum tölvu á sportabler.com > Innskrá > Skráning í flokk með kóða ef það hentar betur.

Fylla inn skráningaupplýsingar: Velja “Ég er leikmaður” / “Ég er foreldri” eftir því sem við á. Leikmaður setur inn sitt netfang (netfang leikmanns), foreldri setur inn sitt netfang (netfang foreldris). Ekki blanda þessum skráningum saman. Bæði iðkendur og forráðamenn geta skráð sig.

Staðfesta netfang í tölvupósti sem þið fáið frá Sportabler: Smella á “hér” þá opnast nýr gluggi. Muna eftir að athuga ruslpóst/spam-folder.

Búa til lykilorð  Veljið ykkur lykilorð. Samþykkja þarf skilmála Sportabler.

Allt klárt ! Skrá sig inn og þá ætti “Mín dagskrá” að taka á móti ykkur.

Ná í appið og skrá inn – ef þið eruð ekki búin að því (Appstore eða Google play store)

Endilega leyfa “Push notification”. Setja inn prófil-mynd af iðkenda og aðstandenda (hægt að gera bæði í appi og á vef).

Ef þið lendið í vandræðum má hafa samband við þjónustuver Sportabler í dökku spjallblöðrunni neðst hægra megin á www.sportabler.com

 

Hér að neðan eru réttir kóðar fyrir hvern flokk í hverri deild:

Fimleikar Kóðar

Fótbolti Kóðar

Frjálsar Kóðar

Handbolti Kóðar

Íþróttaskóli ÍR Og Hreyfing eldri borgara Kóðar

Júdó Kóðar

Karate Sportabler Kóðar

Keila-Kóðar

Körfubolti Kóðar

Taekwondo Kóðar

Síðast uppfært: 13.10.2021 klukkan 13:51

X