Íþróttafélag Reykjavíkur

Í lok síðasta árs fór fram árleg verðlaunaafhending Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) þar sem íþróttafólk og velunnarar eru heiðruð. Að þessu sinni hlaut Kristinn Gíslason viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins fyrir störf sín í þágu skíðadeildar ÍR.

Kristinn hefur verið helsti bakhjarl skíðadeildar ÍR um áratuga skeið. Kristinn stóð að uppbyggingu deildarinnar þegar hún var staðsett í Hamragili. Eftir að deildin flutti í Bláfjöll hefur Kristinn verið einn helsti umsjónarmaður skálans, séð um viðhald og fleira. Kristinn er að nálgast áttrætt og er ennþá óþreytandi við hin ýmsu verk sem falla til við rekstur deildarinnar.

Kristinn er þriðji frá hægri á meðfylgjandi mynd.

Við óskum Kristni til hamingju með viðurkenninguna.

 

X