Jón Kornelíus og Fríða fá heiðursverðlaun ÍR graphic

Jón Kornelíus og Fríða fá heiðursverðlaun ÍR

11.06.2021 | höf: Eiríkur Jensson

Aðalfundur ÍR fór fram fimmtudaginn 10. júní í húsakynnum félagsins í Skógarseli. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalafundarstörf en einnig voru veitt heiðursverðlaun til félagsmanna sem öðrum framar hafa lagt lóð sín á vogarskálar í þágu félagsins. Fríða Jónsdóttir og Jón Kornelíus Magnússon fengu heiðursverðlaun fyrir störf í þágu skíðadeildar ÍR á undanförnum árum og áratugum. Fríða hlaut silfurmerki ÍR sem er veitt fyrir góð og uppbyggileg störf í þágu félagsins á seinustu árum, en Fríða hefurm.a. setið í stjórn deildarinnar, séð um sjoppurekstur í skíðaskálafélagsins í Bláfjöllum, skipulagt fjölda ferða og fleira.

Jóni var veitt Gullmerki ÍR sem er veitt fyrir langvarandi störf í þágu félagsins, en Jón hefur verið þjálfari og setið í stjórn deildarinnar síðastliðna tvo áratugi eða svo. Jón hefur verið farsæll þjálfari, þjálfað aragrúa af iðkendum í gegnum árin og margt af fremsta skíðafólki landsins í dag hefur notið leiðsagnar Jóns á einhverjum tímapunkti á sínum ferli.

Við óskum þeim Jóni og Fríðu til hamingju með viðurkenninguna.

X